Fara í efni

Stefnt að könnun meðal erlendra ferðamanna

Á fundi Ferðamálaráðs fyrir skemmstu var samþykkt að stefna að því að taka upp aftur í byrjun næsta árs könnun meðal erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Síðustu könnunin af þessu tagi lauk fyrir rúmu ári síðan. Jafnframt samþykkti ráðið að stefnt verði að innlendri símakönnun nú í nóvember, hliðstæðri og var gerð haustið 2000. Loks var samþykkt að unnið verði frekar úr upplýsingum frá markaðssvæðum okkar um þróun á einstökum mörkuðum. Nánari upplýsingar um kannanir Ferðamálaráðs má fá undir liðnum Kannanir skýrslur hér á vefnum.