Fara í efni

Starfsþjálfun í fjarnámi hjá Ferðaþjónustu bænda

Ferðaþjónusta bænda - lógó
Ferðaþjónusta bænda - lógó

Í upphafi sumars bauð Ferðaþjónusta bænda upp á starfsþjálfun í fjarnámi fyrir félaga sína og starfsfólk þeirra í samstarfi við Margréti Reynisdóttur hjá Gerum betur. Þátttakendur horfðu á sex nýjar kennslumyndir með Erni Árnasyni, leikara en í þeim er sýnt á myndrænan hátt hvernig hægt er gera góða þjónustu betri, jafnvel framúrskarandi og hvað ber að varast. Í framhaldi af hverju myndbandi unnu þátttakendur verkefni þar sem áherslan var lögð á að yfirfæri námsefnið á eigin starfsemi.

Það sem gerði starfsþjálfunina hentuga var að þátttakendur gátu tekið þátt hvar svo sem þeir voru staddir, því eingöngu er þörf á tölvu og nettenginu. Þessi nálgun hentar því mjög vel fyrir félaga í Ferðaþjónustu bænda og í haust verður starfsþjálfunin kynnt betur fyrir félögunum og þátttakendur deila reynslu sinni. Þess má geta að Félag ferðaþjónustubænda, Landsmennt og Starfsafl komu að því að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir aðildarfélaga sína.