Fara í efni

Starfsnemi frá Bandaríkjunum

Yue Wu verður hjá Ferðamálastofu í sumar.
Yue Wu verður hjá Ferðamálastofu í sumar.

Í sumar veður hjá Ferðamálastofu starfsnemi frá Bandaríkjunum, Yue Wu, sem vinna mun að áhugaverðu samanburðarverkefni tengdu leyfis- og menntunarmálum ferðaþjónustunnar.

Yue Wu kemur frá Connecticut College, sem stendur straum af kostnaði við verkefni og dvöl hennar hérlendis. Hún mun sem fyrr segir gera rannsókn á stöðu og fyrirkomulagi leyfis- og menntunarmála á Íslandi, í samanburði við nokkur nágrannalönd.  Meðal þess sem Yue Wu mun skoða eru leyfismál ferðaskrifstofa- og ferðaskipuleggjenda, regluverk í tengslum við störf leiðsögufólks og almennt fyrirkomulag á menntunarmálum. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í tvo mánuði en Yue Wu hóf störf í vikunni á skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík.