Stærri og fjölbreyttari kaupendahópur en áður á Vestnorden ferðakaupstefnunni

Stærri og fjölbreyttari kaupendahópur en áður á Vestnorden ferðakaupstefnunni
Vestnorden20043

Sem kunnugt er hefst Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík í næstu viku og verður það í 21. sinn sem hún er haldin. Mikil áhersla er eðlilega lögð á að ná til sem flestra kaupenda enda mikilvægt fyrir seljendur ferðaþjónustu á þessu svæði að fá tækifæri til að kynna vöru sína og þjónustu fyrir sem flestum.

Síðast þegar kaupstefnan var haldin hér árið 2004 komu hingað 145 kaupendur frá 100 fyrirtækjum og voru þeir frá 20 löndum. Nú í ár eru kaupendur 200 frá 143 fyrirtækjum og koma þeir frá 30 löndum. Því eru kaupendur nær 40% fleiri en fyrir tveimur árum og fyrirtækin sem senda hingað kaupendur eru 43% fleiri. Er ekki síst ánægjulegt að sjá fjölgun kaupenda frá nýjum markaðssvæðum þar sem kaupendur koma nú sem fyrr segir frá alls 30 löndum í stað 20 árið 2004. Heimasíða Vestnorden 2006

Mynd: Frá Vestnorden 2004.


 


Athugasemdir