Fara í efni

Spákerfi fyrir ferðaþjónustuna - Prófun á spájöfnum

Hingsbjarg á austanverðu Tjörnesi.      -Mynd: Markaðsstofa Norðurlands
Hingsbjarg á austanverðu Tjörnesi. -Mynd: Markaðsstofa Norðurlands

Reglulegt endurmat spájafna mikilvægt

Ráðgjafarfyrirtækið Intellecon er að vinna fyrir Ferðamálastofu að því að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustuna hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma. Verið er að búa til heildstætt spákerfi með viðeigandi tíðni fyrir stærðir er lýsa umfangi ferðaþjónustunnar. Tilgangur verkefnisins er m.a. að styrkja forsendur áætlanagerðar og stefnumótunar fyrirtækja í greininni, hjá stjórnvöldum og öðrum haghöfum greinarinnar.

Intellecon hefur nú skilað Ferðamálastofu áfangaskýrslu í verkefninu. Skýrslan fjallar um prófun Intellecon á spájöfnum spálíkana, próf fyrir stöðugleika og áreiðanleika þeirra líkana sem unnið er með. Intellecon fjallar í skýrslu sinni sérstaklega um spájöfnur til millilangs og langs tíma (1-3 ára) annars vegar og til skemmri tíma (allt að ári) hins vegar.

Niðurstöður skýrslu Intellecon eru, meðal annars, að:

  • Endurmeta þurfi spájöfnur reglulega og sem oftast
  • Endurskoða þurfi spár þegar stórir óvenjulegir atburðir verða
  • Beita þurfi jafnt niðurstöðum tölfræðilegra prófa sem hyggjuviti við spár á hverjum tíma

Skýrslu Intellecon má nálgast með því að smella hér.