Fara í efni

SmartGuide North Atlantic - GPS Smáforrit

Smart guide Reykjanes
Smart guide Reykjanes

Snjallsögumaðurinn í Norður-Atlantshafi (SmartGuide North Atlantic), er nýtt smáforrit fyrir iPhone snjallsíma og iPads spjaldtölvur gefið út af íslenska fyrirtækinu Locatify og er fáanlegt í vefverslun Apple.

Snjallsögumaðurinn segir sögur frá Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og Norður-Noregi og kynnir menningu norðursins með myndum og skreyttum kortum. Forritið notar GPS tækni og fer sjálfkrafa af stað á réttum stöðum og segir frá því sem er í umhverfinu þannig að notandinn nýtur persónulegrar leiðsagnar. Einnig er hægt að njóta þess sem gagnvirkrar ferðabókar með því að fletta myndum og hlusta á frásagnirnar heima hjá sér. Forritið mun einnig vera í boði fyrir Android stýrikerfi síðar í janúar, segir í frétt frá Locatify.

Norrænt samstarf
The SmartGuide North Atlantic er samstarfsverkefni fyrirtækisins Locatify á Íslandi, Kunningarstovan í Þórshöfn í Færeyjum, Greenland Sagalands í Qaqortoq á Grænlandi og OPUS - Vadso Videregående skole í Norður-Noregi. NORA, Norræna Atlantssamstarfið, veitti styrk til verkefnisins.

Ný leið til að ferðast
Með snjallleiðsögnum er boðið uppá nýja þjónustu við ferðamenn á afskekktum svæðum. Þeir öðlast góðan skilning á sérstöðu hvers svæðis en menningar-og náttúruarfleifð er kynnt af fagmönnum í forritinu.

Leiðsögn um Reykjanes
Hlíf Ingibjörnsdóttir leiðsögumaður og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona segja sögur af Reykjanesinu á íslensku. Séstök jarðfræði nessins er könnuð og jafnframt eru sögur af fólki, tröllum og álfum sagðar. Enska þýðing er einnig í boði. Ferðin hefst í Hafnafirði og Krísuvíkurleiðin er ekin að Bláa lóninu.