Fara í efni

Skýrsla starfshóps um vegi og slóða í óbyggðum

Þolmarkaskýrsla um Lónsöræfi kynnt á málþingi
Þolmarkaskýrsla um Lónsöræfi kynnt á málþingi

Á dögunum gengust Landvernd og Umhverfisstofnun fyrir málþingi um akstur utan vega. Málþingið var ágætlega sótt og tókst að varpa ljósi á vandamál utanvegaaksturs frá ýmsum sjónarhornum og hvað sé til ráða.

Á málþinginu var meðal annars kynnt skýrsla starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði til að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar í óbyggðum skyldu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í náttúruverndarlögum um bann við akstri utan vega. Jafnframt skilaði starfshópur tillögum um hvernig skuli unnið að því að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Meðal helstu niðurstaðna er að gera þurfi átak í kortlagningu slóða og skilgreinina hvernig og hvort þeir skuli nýttir. Einnig þurfi að setja nýja reglugerð um akstur utan vega og síðast en ekki síst þurfi að auka fræðslu og kynningu á þessu viðfangsefni.

Í þessu sambandi má benda á að Ferðamálaráð leitast við að koma reglum um akstur til skila í kynningarefni sínu, bæði prentuðu efni og á vefnum. Á vefnum ferdalag.is, sem er ferðavefur fyrir Íslendinga, er t.d. rækilega farið yfir akstur í óbyggðum.

Mynd: Hér er farið eftir settum reglum og ekið á veginum.
/Ingi Gunnar Jóhannsson