Fara í efni

Skráning í Expo Guide ekki á vegum Ferðamálastofu

Vert er að vara ferðaþjónustuaðila við sendingum frá fyrirtækinu „Expo Guide“, sem mörgum hafa borist síðustu daga. Þar eru viðkomandi beðnir að staðfesta að upplýsingar um fyrirtækið séu réttar þannig að hægt sé að birta þær í sýningarskrá vegna Vestnorden ferðakaupstefnunnar.

Skýrt skal tekið fram að umræddar sendingar eru ekki á neinn hátt í tengslum við Ferðamálastofu eða NATA, sem sér um Vestnorden, sem þó mætti ráða af uppsetningu bréfsins. Með því að staðfesta upplýsingarnar og svara bréfinu eru viðkomandi að skuldbinda sig til að greiða gjald upp á 1.271 evru, eða jafngildi þess í mexíkönskum pesóum, en umrætt fyrirtæki virðist staðsett í Mexíkó. Til nánari útskýringar er hér birt afrit af einu bréfinu sem stílað var á vel þekkt hótel í Reykjavík.

Sýninshorn af bréfi frá Expo Guide (PDF)