Fara í efni

Skráning hafin á Mannamót 2018

Mannamót er kjörinn vettvangur fyrir aðila í ferðaþjónustu að koma og kynna sér þá fjölbreytni í þjó…
Mannamót er kjörinn vettvangur fyrir aðila í ferðaþjónustu að koma og kynna sér þá fjölbreytni í þjónustu sem er í boði á landsbyggðinni.

Markaðsstofur landshlutanna setja upp stefnumótið Mannamót í Reykjavík í fjórða sinn, fimmtudaginn 18. janúar 2018 frá kl. 12.00 - 17.00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir hverja?

Mannamót er kjörinn vettvangur fyrir aðila í ferðaþjónustu að koma og kynna sér þá fjölbreytni í þjónustu sem er í boði á landsbyggðinni. Því er Mannamót sérstaklega áhugaverður vettvangur fyrir m.a.:

  • Starfsfólk ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda
  • Starfsfólk upplýsinga- og bókunarmiðstöðva
  • Leiðsögumenn
  • Nemendur í leiðsögunámi og ferðamálafræðum ásamt kennurum í ferðamálagreinum
  • Starfsfólk í þjónustuverum flugfélaga
  • Sölu- og kynningarfólk flugfélaga
  • Starfsfólk í mótttökum hótela og gistihúsa
  • Fjölmiðlar

Skráning gesta fer fram hér:
http://www.markadsstofur.is/is/skraninggesta

Um Mannamót

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er sem fyrr segir að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem landshlutarnir bjóða uppá.

Fyrir sýnendur

Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2017. Skráningu lýkur 12. janúar 2018.
Upplýsingar og skráning fyrir sýnendur er inn á www.markadsstofur.is