Fara í efni

Skóflustunga í Mývatnssveit

Næstkomandi fimmtudag, sama dag og Ferðamálaráðstefnan er haldin í Mývatnssveit, mun Baðfélag Mývatnssveitar taka fyrstu skóflustungu að uppbyggingu nýrrar aðstöðu í Bjarnarflagi. Athöfnin hefst kl. 13:00. Því geta gestir ferðamálaráðstefnunnar verið viðstaddir þennan viðburð þar sem hádegisverðarhlé nær frá kl. 12:00-13:45. Við þetta tækifæri verður hulunni svipt af þeim áætlunum sem menn hafa um uppbyggingu svæðisins.