Fara í efni

Skipting framlaga árið 2006 til landshluta- og landamæraupplýsingamiðstöðva

UpploVarmahlid
UpploVarmahlid
Skipting framlaga til landshluta- og landamæramiðstöðva fyrir árið 2006 liggur nú fyrir. Framlögin koma að hluta af fjárlögum af fjárlagalið sem fellur undir Ferðamálastofu og að hluta frá samgönguráðuneytinu. Styrkir þessir eru til rekstrar landshlutamiðstöðva sem ætlað er til að styrkja stoðir miðstöðvanna til þróunar faglegra vinnubragða og menntunar starfsfólks.

Í listanum hér að neðan kemur fram hvernig framlögunum verður skipt á milli landshluta- og landamærastöðva. Greitt er eftir undirritun samnings með skilyrðum um meðal annars gæði, fagleg atriði og opnunartíma og að fengnum þeim gögnum sem krafist er af Ferðamálastofu í samningnum, þ.e. ársreikningi ársins 2005 og rekstraráætlun fyrir árið 2006:

Upplýsingamiðstöðin í Reykjanesbær 2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin í Reykjavík  4.0 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin í Borgarnes 2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði 2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð 2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin á Akureyri 3.0 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin á Egilsstöðum  2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði  1.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin á Höfn 1.0 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin í Hveragerði  2.5 millj. kr.
Upplýsingamiðstöðin í Flugstöð Leifs Eiríks. 2.5 millj. kr.

Mynd: Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð.