Sjö íslensk fyrirtæki tilnefnd til Scandinavian Travel Award

Sjö íslensk fyrirtæki tilnefnd til Scandinavian Travel Award
ITB 07

Tilnefningar bárust um sjö íslensk fyrirtæki til Scandinavian Travel Award ferðaverðlaunanna sem afhent verða á ITB-ferðasýningunni í Berlín í mars næstkomandi.

Auglýst var eftir tilnefningum í janúar síðastliðnum og geta fyrirtæki stungið upp á bæði sjálfum sér og öðrum. Gjaldgeng í valinu eru fyrirtæki á Norðurlöndunum en í dómnefnd sitja m.a. forstöðumenn norrænu ferðamálaráðanna í Þýskalandi, blaðamenn, markaðsfólk o.fl.

Í flokknum ?nýsköpun? (Innovation) bárust tilnefningar um fimm íslensk fyrirtæki:
- Borea Adventures
- Fosshotel
- Ísafold Travel
- Island Pro Travel
- Viator

Í flokknum ?árangur? (success) eru tvö íslensk fyrirtæki tilnefnd:
- Iceland Excursions-Grayline
- Viator

Tilkynnt verður um hverjir hljóta verðlaunin að kvöldi 5. mars í sérstöku hófi í samkomusal norrænu sendiráðanna í Berlin en þann dag hefst ITB ferðakaupstefnan.

Mynd: Frá ITB í fyrra.

 


Athugasemdir