Fara í efni

Sendu inn reiðhjólamynd í ljósmyndasamkeppni EDEN-áfangastaða

Sendu inn reiðhjólamynd í ljósmyndasamkeppni EDEN-áfangastaða

Allir geta tekið þátt í ljósmyndasamkeppni sem nú er í gangi þar sem senda á inn myndir frá svokölluðum EDEN-áfangastöðum. Myndirnar þurfa að tengjast reiðhjólaferðum.

Einfalt að taka þátt

Þetta er önnur ljósmyndasamkeppnin sem EDEN stendur fyrir í vor en fyrr í mánuðinum gafst kostur á að senda inn myndir sem tengjast kajak eða kanó ferðum. Þar sigraði Vestfirðingurinn Rúnar Óli Karlsson. Þátttaka er einföld en hún fer fram á Facebook-síðu EDEN. Til að senda inn mynd þarf einfaldlega að „líka við“ síðuna (engin krafa um að deila eða neitt slíkt). Eigandi þeirrar myndar sem fengið hefur flest "Like" 8. júni hreppir fyrsta sætið og verðlaunin eru tveggja daga reiðhjólaferð fyrir tvo í Kuldiga í Lettlandi, sem einmitt er EDEN-áfangastaður. 

Evrópskir gæðaáfangastaðir

EDEN stendur fyrir „European Destination of Excellence“ og þýtt hefur verið sem Evrópskir gæðaáfangastaðir. Markmiðið er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

Íslenskir EDEN-áfangastaðir

Fjórir Íslenskir áfangastaðir hafa hlotið útnefningu, þ.e. Vestfirðir, Stykkishólmur, Húsavík og Borgarfjörður eystri. Myndirnar frá Íslandi þurfa að tengjast þessum stöðum.

Allar nánari upplýsingar og þátttaka er á Facebook-síðu EDEN:

https://www.facebook.com/EDEN.destinations

Nánari upplýsingar um EDEN á Íslandi