Fara í efni

Scandinavia Show - þátttökukönnun

schandinavian show
schandinavian show

Íslandsstofa vill kanna áhuga ferðaþjónustuaðila á þátttöku í Scandinavia show sem fer fram í London 8.-9. október næstkomandi.

Þetta er annað árið sem Scandinavia show er haldin, en sýningin í fyrra fór fram í Olympia. Hún hefur nú verið færð á betri stað í Earls Court. Íslandsstofa verður með aðstöðu í almenna ferðahluta sýningarinnar með 12 m2 bás. Sýningin er neytandasýning og markhópurinn er svokallað „ABC1“ sem er fólk með góðar tekjur í góðum stöðum.

Upplýsingar um þátttökugjald verða sendar síðar, en fjöldi þátttakenda mun hafa áhrif á gjaldið. Fjöldi fyrirtækja verður takmarkaður. Vinsamlegast látið því vita fyrir 10. ágúst ef ykkar fyrirtæki hefur áhuga á að taka þátt. Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku er bent á að hafa samband við Sigríði Gróu Þórarinsdóttir siggagroa@islandsstofa.is til að fá frekari upplýsingar um þátttöku. Vefsíða Scandinavia Show

Mynd: Frá Scandinavia Show 2010