Fara í efni

Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að hætt er við Villinganesvirkjun

fludir
fludir

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent bæjarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar bréf þar sem því er fagnað að fallið hafi verið frá áformum um Villinganesvirkjun í Skagafirði. Segir í bréfinu að ákvörðun bæjarstjórnar stuðli að áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu í Skagafirði.

Í bréfinu segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu í Skagafirði hafi lagt mikla vinnu og fjármagn í uppbyggingu fljótasiglinga á þessu svæði og árangur sé að koma í ljós. Á síðasta ári störfuðu um 25 starfsmenn við fljótasiglingarnar yfir aðalsiglingartímann sem frá maí til september. Þar sem ýmis önnur starfsemi tengist fljótasiglingunum og ferðamenn þurfi margs konar aðra þjónustu s.s. mat og gistingu hefði mátt búast við mun víðtækari áhrifum en sem nemur þeim störfum og veltu sem tengjast fljótasiglingunum beint.

Myndatexti:  Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Skagafirði hafi lagt mikla vinnu og fjármagn í uppbyggingu fljótasiglinga á þessu svæði og á síðasta ári störfuðu um 25 starfsmenn við fljótasiglingarnar yfir aðalsiglingartímann sem er frá maí til september.