Fara í efni

Samstarf við 19 aðila um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu

Andadu
Andadu

Seinnipart ágústmánaðar sl. auglýsti Ferðamálráð Íslands eftir samstarfsaðilum um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Alls sóttust tuttugu og þrír aðilar eftir samstarfi við Ferðamálaráð. Níu af þessum aðilum sóttu um framlag upp á kr. 500 þúsund og var ákveðið var að ganga til samstarfs við sex. Fjórtán óskuðu eftir samstarfi upp á kr. 1 milljón og ákveðið var að ganga til samstarfs við þrettán. Ekki þótti forsvaranlegt að gera upp á milli verkefna þessara þrettán aðila og var því ákveðið að Ferðamálráð skyldi ganga til samstarfs við þá alla en þó á þeim forsendum að framlag Ferðamálaráðs yrði lækkað í kr. 538 þúsund. Ekki verður greint frá verkefnum einstakra aðila en öll koma þau til með að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands á komandi mánuðum. Um er að ræða framhald af herferðinni "Ísland - sækjum það heim" og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga taki mið af því sem gert hefur verið til þessa. Sem fyrr segir leggur Ferðamálaráð fram 10 milljónir króna og með þessu er verið að meira en tvöfalda þá upphæð. Því er um afar öfluga markaðssetningu að ræða og væntir Ferðamálaráð mikils af þessu samstarfi.

Eftirfarandi er listi yfir þá aðila sem óskuðu eftir samstarfi uppá kr. 500 þúsund og ákveðið var að ganga til samstarfs við:

  • Safnasvæðið á Akranesi
  • Guðmundur Tyrfingsson ehf.
  • Ísfjarðarbær og hagsmunaaðilar
  • Köfunarskólinn ehf.
  • Greifinn, Bautinn, Sjallinn og Höldur
  • Hótel Reykholt og Hótel Stykkishólmur

Eftirfarandi er listi yfir þá aðila sem óskuðu eftir samstarfi upp á kr. 1 milljón og ákveðið var að ganga til samstarfs við:

  • AVIS Ísland
  • Íslandsflug hf.
  • Höfuðborgastofa
  • Ferðamálafélag Húsavíkur og nágrennis
  • Flugleiðahótel, Hótel Ísafjörður, Hótel Reynihlíð, Flugfélag Íslands og Hótel KEA
  • Destination Iceland ehf.
  • Fosshótel Húsavík, Hótel Reynihlíð, Hótelveitingar, Sel Hótel Mývatn og SBA-Norðurleið
  • Íslenskar Ævintýraferðir
  • Ferðaskrifstofa Akureyrar
  • Bláa Lónið hf.
  • Íshestar ehf.
  • Flugleiðahótel hf.
  • Hótel Borgarnes hf.