Fara í efni

Samkomulag um menningarvef fyrir ferðaþjónustu

SturlaogBergurThorgilsson
SturlaogBergurThorgilsson

Í liðinni viku var í Reykholti í Borgarfirði undirritaður samningur um fjárveitingu til Snorrastofu til smíði menningarvefs fyrir ferðaþjónustu.

Umrætt verkefni er eitt sex verkefna sem hljóta styrk á þessu ári í tengslum við samkomulag sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu á dögunum um verkefni í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Samkomulagið er til þriggja ára og gerir ráð fyrir 22 milljónum króna til sex verkefna á þessu ári en jafnframt munu ráðherrarnir beita sér fyrir því að til sameiginlegra ferðaþjónustuverkefna verði veitt 40 milljónum á ári næstu tvö ár. Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Bergur Þorgeirsson frá Snorrastofu og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, samkomulagið um menningarvefinn eftir undirritun þess í Reykholti.