Fara í efni

Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu umfjöllunarefni Ferðamálaráðstefnunnar 2005

Nú liggur fyrir að ferðamálaráðstefnan 2005 verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík dagana 27.-28. október næstkomandi. Meginumfjöllunarefni verður Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.


Nánari dagskrá og fyrirlesarar verða kynnt síðar en málið verður reifað frá ýmsum hliðum, svo sem rekstrarlega, markaðslega, umhverfislega, menningarlega o.fl. Þá verður jafnframt á ráðstefnunni kynnt það nýja stjórnsýsluumhverfi sem tekur gildi 1. janúar næstkomandi með nýjum lögum um skipan ferðamála.

Opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu
Ráðstefnurnar eru jafnan fjölsóttar enda er hér kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila til að hittast og stilla saman strengi sína. Ráðstefnan er opin áhugafólki og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu af öllu landinu og mikilvægi hennar fyrir ferðaþjónustuna lýsir sér á fleiri en einn hátt. Auk þess að taka fyrir tiltekin málefni er ekki síður mikilvægt að hafa þetta tækifæri til að stefna aðilum í ferðaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða.

Mynd: Ingi Gunnar Jóhannsson