Fara í efni

SAMIK auglýsir eftir umsóknum um styrki

Jökulsárlón
Jökulsárlón

Vert er að minna á að þann 1. september næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrk til SAMIK. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem aukið geta samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðamála. Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heildarkostnaði viðkomandi verkefnis.

Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu, merktar SAMIK, fyrir 1. september næstkomandi eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. (Sækja eyðublað) Allar upplýsingar þurfa að vera á dönsku eða ensku.

Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætlun þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verkefnið og tilgang þess.

Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fyrir í lok september.

Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir og seinni helmingur þegar viðkomandi verkefni er lokið.

Rétt er að benda á að eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson, stjórnarmaður SAMIK, í síma 553 9799.

Mynd: Á Jöklusárlóni
/Ingi Gunnar Jóhannsson