Fara í efni

Samið um byggingu Víkingaheima

Víkingaheimar
Víkingaheimar

Samningur milli Íslendings ehf og Spangar ehf um byggingu skála Íslendings og sýningar því tengdu, m.a. í samstarfi við Smithsonian, var undirritaður í gær. Hús Íslendings rís á uppfyllingu við Fitjatjarnir í Njarðvík og segir í tilkynningu að það eigi að verða allt hið glæsilegasta og muni setja mikinn svip á umhverfið.

Í tengslum við naust Íslendings er mikið landsvæði sem nú er verið að byggja upp undir Víkingaheima. Framkvæmdir hefjast nú þegar og er stefnt að opnun um mitt sumar 2008. Stefnt er að því að svæðið verði eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í Reykjanesbæ.

Fyrir hönd Íslendings ehf. skrifaði framkvæmdarstjóri félagsins, Steinþór Jónsson, undir samninginn  en eigandi Spangar, Sigurbjörn Haraldsson, skrifaði undir fyrir þeirra hönd.