Samfélagið í nærmynd helgað Ferðamálastofu

Samfélagið í nærmynd helgað Ferðamálastofu
Höfuðstöðvar ferðamálaráðs

Síðastliðinn föstudag var þátturinn Samfélagið í nærmynd í Ríkisútvarpinu helgaður Ferðamálastofu. Í þættinum, sem er á dagskrá Rásar 1, eru þjóðmálin skoðuð frá ýmsum hliðum.

Leifur Hauksson, annar aðalumsjónarmanna þáttarins, ræddi við starfsfólk Ferðamálastofu í Reykjavík og norðan heiða var Margrét Blöndal með starfsfólk af skrifstofunni á Akureyri í hljóðveri. Áhugasömum er bent á að hægt er að hlusta á upptöku af þættinum á vef ríkisútvarpsins. Hlusta á Samfélagið í nærmynd


Athugasemdir