Fara í efni

Samantekt um ferðamenn á Íslandi

Herðubreið
Herðubreið

Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RFF) hafa unnið samantekt Fyrir Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi frá september 2008 til ágúst 2009 og samanburð við árið á undan.

Í greinargerðinni er stuðst við könnun sem (RRF) framkvæmdi meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Könnunin gengur undir heitinu Dear Visitors og hefur verið framkvæmd frá árinu 1996 og stöðugt allt árið frá janúar 2004.

Markmiðið með greinargerðinni er að nýta upplýsingar úr könnunum til að fá gleggri upplýsingar um samsetningu erlendra ferðamanna sem til Íslands komu á þessu tímabili. Upplýsingar sem þessar geta til að mynda gagnast vel við að meta þörf fyrir kynningar og markaðsaðgerðir gagnvart mismundandi markhópum ferðamanna, s.s. eftir búsetu (lönd, markaðssvæði) eða mismunandi aldurshópum.

Í greinargerðinni er lögð áhersla á að skoða samsetningu erlendra ferðamanna til Íslands,  annars vegar utan sumars 2008-2009 (september-maí) og hins vegar að sumarlagi 2009  (júní-ágúst),  með samanburði við sama tímabil 2007-2008. Eru niðurstöðurnar bornar saman eftir kyni, búsetu þátttakenda, aldurshópum, ferðamáta (á eigin vegum eða í hópferð), eftir því hvort fólk hefur komið áður til Íslands eða ekki, dvalarlengd, tilgangi ferðar, ferðamáta, föruneyti, farartæki á Íslandi, eftir því hvar upplýsingar um Ísland voru fengnar, afþreyingarþáttum og gistimáta. Þá er skoðað hvaða þættir höfðu áhrif á ákvörðun um Íslandsferð árið 2007. Niðurstöður eru síðan greindar nánar í töflum m.a. eftir kyni, aldurshópum, markaðssvæðum og íbúum 12 landa sem flestir ferðamenn komu frá á þessu árabili. Þau lönd eru: Bretland, Þýskaland, Bandaríkin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Frakkland, Holland, Spánn, Ítalía, Finnland og Kanada.

Skoða samantekt:
Erlendir ferðamenn á Íslandi frá september 2008 til ágúst 2009 (PDF)