Fara í efni

SAF mótmælir undanþágum frá gistináttaskatti

Gistináttskattur
Gistináttskattur

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér fréttatilkynningu og mótmælt er breytingum á lögum um gistináttaskatt þar sem hluti gistingar verður undanskilinn við innheimtu á gistináttaskatti, eins og segir í tilkynningu SAF.

Sem kunnugt er munu lögin um gistináttaskatt taka gildi um komandi áramót. Gistináttaskattinum skal ráðstafa til uppbyggingar, viðhalds og verndunar fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða en 3/5 hlutar hans eiga að renna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og 2/5 hlutar til þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Sjá nánar hér:
SAF mótmælir undanþágum frá gistináttaskatti