Fara í efni

SAF heldur dag menntunar í ferðaþjónustu

Sumarkunnun 20116
Sumarkunnun 20116

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir ráðstefnunni "Dagur menntunar í ferðaþjónustu" þann 16. febrúar nk. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin að morgni dags (kl. 08:30 - 12:00) á Hilton Reykjavík Nordica.

Árni Gunnarsson, formaður SAF mun ftytja ávarp, írskur fyrirlesari Tony Donahoe frá Samtökum atvinnulífsins þar í landi mun greina nýrri hugsun í fræðslumálum og gagnsemi hennar fyrir fyrirtækin, Hrund Gunnsteinsdóttir, Krád Consulting, mun fjalla um mikilvægi skapandi og gagnrýninnar hugsunar í menningu fyrirtækja, María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF mun greina frá frá því helsta í fræðslustarfi SAF á árinu. Austurrískur fyrirlesari, Helmut Kronika, framkvæmdastjóri Best, mun greina frá framgangi verkefnisins "Mobile learning" eða rafrænu farnámi hér á landi, Guðmunda Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gerir grein fyrir tilraunaverkefni SAF og SGS um heildstætt nám í ferðaþjónustu, Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar, mun segja frá nýju dyravarðanámi og Áslaug Briem, ferða- og markaðsfræðingur mun fjalla um misimunandi menningarheima og mismunandi þjónustu.

Í lok ráðstefnunnar mun Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra síðan afhenda starfsmenntaviðurkenningu því fyrirtæki innan SAF sem þykir standa vel að símenntun starfsfólks. Starfsmenntasjóðirnir Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks eru samstarfsaðilar SAF um verkefnið og hafa veitt styrki til framkvæmdar dagsins en þeir munu jafnframt  kynna fundarmönnum starfsemi sjóðanna. Þá munu allir helstu fræðsluaðilar kynna starfsemi sína fyrir framan fundarsalinn í kaffihléi.

Dagur ferðaþjónustu - dagskrá á heimasíðu SAF (word)

Vinsanlega tilkynnið þátttöku á netfangið info@saf.is eða í síma 511 8000.