Fara í efni

Rúnar Óli sigraði í EDEN-myndasamkeppninni

Hin glæsilega mynd Rúnars Óla Karlssonar.
Hin glæsilega mynd Rúnars Óla Karlssonar.

Ísfirðingurinn Rúnar Óli Karlsson bar sigur úr býtum í ljósmyndasamkeppni EDEN-áfangastaða. Samkeppnin fór fram á Facebook og þar var flestum sem líkaði við hina glæsilegu mynd Rúnars Óla sem tekin var af kajak-siglurum í friðlandinu á Hornströndum.

Evrópskir gæðaáfangastaðir

EDEN stendur fyrir „European Destination of Excellence“ og þýtt hefur verið sem Evrópskir gæðaáfangastaðir. Markmiðið er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni. Fjórir Íslenskir áfangastaðir hafa hlotið útnefningu, þ.e. Vestfirðir, Stykkishólmur, Húsavík og Borgarfjörður eystri. 

Facebook-síða EDEN:

https://www.facebook.com/EDEN.destinations

Nánari upplýsingar um EDEN á Íslandi