Rannveig hlaut viðurkenningu FKA

Rannveig hlaut viðurkenningu FKA
Rannveig Elding

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnenda hvalaskoðunarfyrirtækisins Hvalaskoðun Reykjavík (Elding) hlaut í gær viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).

Rannveig Grétarsdóttir stofnaði og stýrir Eldingu. Í ræðu formanns FKA, Hafdísar Jónsdóttur, kom fram að velgengni fyrirtækisins væri ekki heppni. Gott gengi Eldingar fælist kannski frekar í  „ótta hennar við stöðnun sem hefur í gegnum tíðina fengið hana til að henda sér út í djúpu laugina með krosslagða fingur ... en hvorki kút né kork. Það voru hinsvegar ótal sundtök;  ótrúleg þrautseigja og elja sem komu henni upp á bakkann hinumegin“ sagði Hafdís um leið og hún veitti Rannveigu Grétarsdóttur FKA viðurkenninguna 2012.


Athugasemdir