Fara í efni

Ráðstefnu- og hvataferðalandið Ísland kynnt í Þýskalandi

RSÍ kynning í Þýskalandi 06
RSÍ kynning í Þýskalandi 06

Þann 31. október síðastliðinn var efnt til kynningar um Ísland sem ráðstefnu- og hvataferðaland í sendiherrabústaðnum í Berlín. Fulltrúar yfir tuttugu þýskra fyrirtækja voru mættir til leiks.

Að kynningunni stóðu Ráðstefnuskrifstofa Íslands í samvinnu við skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt, Icelandair og sendiráðið í Berlín. Ólafur Davíðsson, sendiherra, bauð gesti velkomna á kynninguna. Davíð Jóhannsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í Frankfurt og Anna Valdimarsdóttir, verkefnisstjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands voru með framsögu, auk þess sem fulltrúar Icelandair og Reykjavíkurborgar héldu kynningar. Einnig tóku þátt fulltrúar fyrirtækjanna Iceland Travel, Highlanders, Icelandair Hotels og Radisson SAS Hotels. Næsta dag. þann 1. nóvember. var sami viðburður endurtekinn í Frankfurt þar sem fulltrúar yfir tuttugu þýskra fyrirtæka tóku þátt og var sendiherra jafnframt viðstaddur þar. Líkt og fram hefur komið þá hafa sambærilegar kynningar áður farið fram í fleiri sendiráðum Íslands erlendis, m.a. á Norðurlöndunum og Bretlandi.

Mynd: Ólafur Davíðsson sendiherra flytur ávarp í Berlín.