Fara í efni

Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

Föstudaginn 22. október verður haldin fimmta ráðstefnan um rannsóknir í félagsvísindum á vegum viðskipta- og hagfræðideildar, félagsvísindadeildar og lagadeildar Háskóla Íslands. Flutt verða yfir eitthundrað erindi þar sem kynntar verða niðurstöður nýlegra rannsókna á sviði félagsvísindanna, m.a. á sviði ferðamála.

Ráðstefnan er öllum opin og erindin sem tengjast ferðamálum eru vegum viðskipta- og hagfræðideildar og fara fram í stofu 202 í Odda á milli kl. 13 og 15. Erindin eru þrjú talsins:

Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor við HÍ:
Þversagnir í upplifunum og óskum ferðamanna á víðernum

Bergþóra Aradóttir, sérfræðingur við Ferðamálasetur Íslands:
Uppbygging aðstöðu fyrir ferðalanga í óbyggðum. Um lífsferil ferðamannastaðanna Landmannalauga og Lónsöræfa.

Helgi Gestsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands:
Mótun menningarstefnu sveitarfélaga

Heildardagskrá ráðstefnunnar