Fara í efni

Ráðning markaðsstjóra

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs markaðsstjóra. Ráðinn hefur verið Tómas Þór Tómasson.

Tómas er fæddur 1959. Hann lauk námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1984, B Sc. námi í Tourism & Travel Administration frá University of New Haven USA 1986 og MBA frá University of Warwick í Englandi 1999 með áherslu á stefnumótun, markaðsfræði og fjármál.

Tómas var sölustjóri hópferðadeildar Samvinnuferða-Landsýnar 1987-1989 og sölu- og markaðsstjóri utanlandsdeildar Úrvals-Útsýnar 1991-1994. Hann var markaðsstjóri Skífunnar 1994-1998.

Þá hefur Tómas unnið að ýmsum sérverkefnum undanfarin ár m.a. Stefnumótun og markaðsráðgjöf ("branding") fyrir Íslensku Auglýsingastofuna hf, stefnumótun og viðskiptaáætlun fyrir Smartkort ehf og könnun á afstöðu stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu til stöðu greinarinnar og framtíðarfjárfesta fyrir Aflavaka hf.

Tómas er kvæntur Helgu Jónasdóttur kennara og eiga þau fjögur börn. Tómas hóf störf hjá Ferðamálaráði þann 17. nóvember sl..
Umsækjendur um starfið voru 35.