Radisson SAS 1919 Hótel meðal bestu viðskiptahótela Evrópu

Radisson SAS 1919 Hótel meðal bestu viðskiptahótela Evrópu
1919 Hótel

Viðskiptatímaritið CNBC European Business Magazine birti nýverið lista yfir 20 bestu viðskiptahótel Evrópu. Í þeim hópi er Radisson SAS 1919 Hótel, sem eins og kunnugt er til húsa í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti í Reykjavík.

Árangur hótelsins er afar áhugaverður, ekki síst í ljósi þess að það hefur einungis verið starfrækt í tæpt ár, var opnað í júní í fyrra. Það hefur því sýnilega þegar náð að skapa sér orðspor á meðal þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum. Þá má einnig geta þess að hótelinu hefur verið boðin þátttaka í alþjóðlegu samstarfi lúxushótela í ferðaþjónustu, Virtuoso Hotel & Resort, en hlutverk samtakanna er að upplýsa ferðaskipuleggjendur um bestu hótelin sem bjóðast. Er 1919 fyrsta hótelið innan Radisson SAS keðjunnar sem boðin er aðild. Radisson SAS 1919 Hótel er fjögurra stjörnu hótel og hefur frá upphafi tekið þátt í því flokkunarkerfi sem Ferðamálastofa hefur umsjón með.

Umfjöllun CNBC European Business Magazine


Athugasemdir