Póstkortaleikurinn kominn á fullt skrið

Póstkortaleikurinn kominn á fullt skrið
Fréttablað Ráðstefnuskrifstofu Íslands er komið út

Póstkortaleikurinn er nú kominn á fullt skrið en hann er hluti af ferðaátakinu "Ísland - sækjum það heim" sem Ferðamálaráð og Samgönguráðuneytið standa að með stuðningi fleiri aðila.

Leikurinn gengur þannig fyrir sig að þegar tekið er eldsneyti hjá ESSO fær viðkomandi afhent tvö póstkort. Annað þeirra er stílað á Helgarútgáfuna, útvarpsþátt Stefáns Karls á Rás 2. Síðan á að skrifa eitthvað skemmtilegt á kortið og stinga því í næsta póstkassa. Hitt kortið er hægt að nota að vild og senda ókeypis hvert sem er innanlands í boði Íslandspósts.

Með því að senda inn kort til Rásar 2 gefast færi á glæsilegum vinningum. Vikulega velur Stefán Karl eitt skemmtilegt kort og les í þættinum. Sá sem sendi kortið fær í verðlaun ævintýraferð. Í lok sumars verða síðan glæsilegir vinningar dregnir úr innsendum kortum. Þar er um að ræða Coleman-fellihýsi, flugferðir innanlands með Flugfélagi Íslands, Fiesta-gasgrill frá ESSO og bensínvinninga.

 


Athugasemdir