Fara í efni

Pompei norðursins hlaut frumkvöðlaverðlaun Icelandair

Pompei norðursins
Pompei norðursins

Í gær var tilkynnt að verkefnið Pompei norðursins í Vestmannaeyjum hafi hlotið frumkvöðlaverðlaun Icelandair fyrir árið 2007. Um er ræða uppgröft húsa og fleiri gosminja sem grófust í ösku í Heimaeyjargosinu 1973.

Verkefnið fór af stað á árinu 2005 og fékk á því ári hæsta styrkinn frá Ferðamálastofu til umhverfismála í flokknum ?uppbygging nýrra svæða?, 5 milljónir króna. Viðurkenningunni frá Icelandair nú fylgja 500.000 krónur og tíu farseðlar á leiðum Icelandair, auk þess sem verkefnið verður markaðssett í kynningarefni félagsins á árinu.

Mynd: Hér má sá í gaflinn á einu þeirra húsa sem verið er að grafa upp. Þetta er hús númer 18 við Suðurveg.