Óvíða betra að búa en á Íslandi

Óvíða betra að búa en á Íslandi
lonid

Ísland hefur fengið nokkra athygli í fjölmiðlum erlendis síðustu daga í kjölfar birtingar Sameinuðu þjóðanna á því sem kalla mætti lífsgæðavog. Þar er Ísland í öðru sæti með tilliti til þess hvar í heiminum er best að búa. Á toppnum er Noregur og á eftir Íslandi koma Ástralía, Írland, Svíþjóð, Kanada, Japan og Bandaríkin.

Í lífsgæðavoginni er tekið mið af þáttum eins og lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Neðst á listann raðast nokkur smáríki í Afríku. Kemur fram að íbúar landanna á toppi listans þéni allt að 40 sinnum meira en þeirra sem eru á botninum, lifi að meðaltali helmingi lengur og hlutfalla þeirra sem eru læsir sé fimm sinnum hærra.


Athugasemdir