Fara í efni

"Our future is now" Evrópusamstarf og EUTO ráðstefna á Íslandi

Dagana 1.- 4. september 2004 verður haldinn á Íslandi aðalfundur og árleg ráðstefna EUTO, European Union of Tourist Officers sem eru Evrópusamtök forsvarsmanna í ferðaþjónustu í Evrópulöndum. Félag ferðamálafulltrúa á Íslandi FFÍ er aðili að EUTO og annast umsjón ráðstefnunnar hérlendis í samvinnu við stjórn EUTO og Hólaskóla sem er faglegur samstarfsaðili.

Í tengslum við ráðstefnuna hefur verið skipulögð námsferð fyrir erlendu gestina, þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér íslenska ferðaþjónustu með megin áherslu á umhverfi og menningu. Gestirnir munu m.a. ferðast um Norðurland, Vesturland og Suðurland þar sem ýmis verkefni verða kynnt.

EUTO ráðstefnan, sjálf fer fram á Hótel Loftleiðum í Reykjavík 2. og 3. september og hafa rúmlega 60 erlendir gestir frá ýmsum Evrópulöndum skráð sig auk Íslendinga. Fundirnir í Reykjavik eru opnir öllum, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram og greiða þátttökugjald. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum
FFÍ og EUTO.

Meginmarkmið FFÍ er að efla fagmennsku á fjölbreyttan máta og taka þátt í þróunarstarfi í ferðaþjónustu innanlands og á alþjóðlegum vettvangi og nýtur FFÍ stuðnings Byggðastofnunar við þau verkefni.

FFÍ er fagfélag starfandi upplýsinga-, markaðs-, ferðamálafulltrúa, og forstöðumanna upplýsingamiðstöðva stofnað árið 2000.

Stjórn félagsins skipa nú; Haukur-Suska Garðarsson, Húnavatnssýslu, ritari, Auróra Friðriksdóttir, Vestmannaeyjum, gjaldkeri og Ásborg Arnþórsdóttir Uppsveitum Árnessýslu formaður.

Dagskrá ráðstefnunnar (pdf-41KB).
Skráningareyðublað (pdf-15KB).