Óskað eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna SAF

Óskað eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna SAF
Logo SAF

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar.  Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna. Nýverið var öllum félagsmönnum SAF sent meðfylgjandi tölvubréf þessa efnis sjá nánar hér.

Félagsmenn eru hvattir til að taka virkan þátt í leit að verðugum verkefnum og senda skrifstofu SAF, Borgartúni 35, 105 Reykjavík fyrir 15. október nk.

Sjá heimasíðu SAF - www.saf.is

 

 


Athugasemdir