Fara í efni

Öryggi erlendra ferðamanna í umferðinni

Öryggi erlendra ferðamanna í umferðinni

Umferðaröryggi erlendra ferðamanna er viðfangsefni Umferðarþings Samgöngustofu þann 5. október næstkomandi á Grand Hótel. Ferðamálastofa er meðal aðila sem koma að undirbúningi og framkvæmd þingsins og er yfirskriftin: „Velkomin, en hvað svo?“

Umferðarslys eru algengasta dánarorsökin

Á þinginu er ætlunin að fara yfir hvað er gert og hvað þurfi að gera til að fækka slysum. Fyrir liggur að umferðarslys eru algengasta dánarorsök erlendra ferðamanna hér á landi. 

Takið daginn frá

Samgöngustofa vinnur að undirbúningi og framkvæmd í samvinnu við Saftravel, Vegagerðina, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og lögregluna á Suðurlandi. Nákvæm dagskrá er í vinnslu en vert er að taka daginn frá.