Opið fyrir skráningu á Vestnorden

Vert er að benda á að nú er opið fyrir skráningu á hina árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu sem að þessu sinni er haldin á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ, dagana 6.-8. október í haust. Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar skiptast á um að halda Vestnorden en þar er stefnt saman ferðaþjónustuaðilum frá löndunum þremur og ferðaheildsölum sem selja eða hafa áhuga á að selja ferðir til landanna.

Stærsti viðburður í ferðaþjónustu á Íslandi

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert á á Íslandi. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi.

Búist við 6-700 manns

Þetta verður í 35. skipti sem Vestnorden fer fram. Hún hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu, en búast má við að 600-700 manns taki þátt í ferðakaupstefnunni.

Vestnorden fellur vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu þar sem áhersla kaupstefnunnar er að halda uppi merkjum um ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni ferðaþjónustunnar.

Haldin í Reykjanesbæ

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden þegar hún er haldin hér á landi, en hún verður að þessu sinni haldin í góðu samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanesbæ, og aðra hagsmunaaðila enda um stóran viðburð að ræða.

Vefur Vestnorden


Athugasemdir