Fara í efni

Móttaka á nýju starfsfólki - nýtt fræðsluefni frá Hæfnissetrinu og Ferðamálastofu

Víkurfjara, mynd: Markaðsstofa Suðurlands
Víkurfjara, mynd: Markaðsstofa Suðurlands

Vel þjálfað og upplýst starfsfólk er lykillinn að góðri þjónustu og farsælu samstarfi. Ef vel er staðið að allri fræðslu og þjálfun starfsfólks skapar það bæði ávinning fyrir fyrirtækið en einnig eykur það ánægju starfsfólksins.

Nýliðaþjálfun er nýtt fræðslu- og stuðningsefni á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Efninu er ætlað að auðvelda stjórnendum í ferðaþjónustu að taka á móti nýju starfsfólki.

Þar má finna gátlista, myndbönd, verkferla, námskeið og góð ráð.

Dæmi um fræðslu- og stuðningsefni í Nýliðaþjálfun:

Fyrir stjórnendur

  • Fjármögnun
  • Fræðslu- og þjálfunaráætlun
  • Ráðgjöf og þjónusta
  • Ráðningarferli erlends starfsfólks
  • Seigluráð

Fyrir starfsfólk

  • Menningarhæfni
  • Þrif
  • Snyrtimennska og framkoma
  • Símsvörun
  • Kvartanir
  • 9-skrefa þjónustuferli
  • Öryggisatriði
  • Samskipti við gesti
  • Matvælaöryggi

Sækja Nýliðaþjálfun.

Sækja upptöku frá Menntamorgni ferðaþjónustunnar þar sem Nýliðaþjálfun var kynnt.

Efnið var unnið í samstarfi við Ferðamálastofu.