Fara í efni

Nýtt fræðitímarit um ferðamál

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og  Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknami…
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála að undirskrift samnings lokinni.

Samningur um stuðning Ferðamálastofu við útgáfu fræðitímarits um ferðamál á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála var undirritaður í gær.

Markmiðið með útgáfu fræðatímarits er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu rannsóknum sem unnar eru á sviði ferðamála hér á landi og stuðla að fræðilegri og faglegri umræðu um málefni greinarinnar. Tímaritinu er ætlað að fjalla um rannsóknir út frá öllum fræðigreinum sem taka á málefnum tengt ferðaþjónustu og ferðamálum

Tímaritið verður gefið út rafrænt í opnum aðgangi og verða greinar birtar á íslensku eða ensku jafnóðum og þær hafa verið ritrýndar. Fyrsta útgáfa er fyrirhuguð í haust.

Rannsóknamiðstöð ferðamála er útgefandi fræðitímaritsins en útgáfan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum, Háskólans á Akureyri og Ferðamálastofu.