Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum

Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum
Haustlitir

Nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar verða veitt í nóvember í tengslum við afmæli SAF.  Hafa samtökin nú óskað eftir ábendingum um verðuga verðlaunahafa, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi SAF.

Verðlaunin eru ætluð til að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar með því að veita verðlaun/viðurkenningar fyrir athyglisverðar nýjungar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 kr. fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna. Stjórn sjóðsins skipa Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Hrönn Greipsdóttir skipaður fulltrúi SAF, og Edward H. Huijebens fulltrúi Ferðamálaseturs Íslands.  Vinsamlega sendið ábendingar til skrifstofu SAF fyrir 12. október nk. að Borgartúni 35, Reykjavík og merkið þær sjóðnum eða sendið á tölvupósti á info@saf.isAthugasemdir