Fara í efni

Nýr Staðarskáli opnaður

Staðarskáli
Staðarskáli

Í morgun var einn þekktasti söluskálinn við hringveginn, Staðarskáli í Hrútafirði, opnaður í nýju húsnæði við nýja veginn í Hrútafjarðarbotni. Með breytingu á veglínu fór gamli skálinn úr alfaraleið og því var byggður nýr þar sem mætast hringvegurinn og vegurinn norður á Hólmavík og Strandir.

Veitingarekstur í Staðarskála á sér hart nær 50 ára sögu, Skálinn hefur um áraraðir gengt mikilvægu þjónustuhlutverki á þjóðleiðinni milli Norður- og Vesturlands og starfsemi fyrirtækisins hefur haft mikil áhrif á ferðamál í Húnaþingi og víðar. Hjónin Magnús Gíslason og Bára Guðmundsdóttir, ásamt Eiríki bróður Magnúsar, stofnuðu Staðarskála árið 1960. Þá hafði olíusala verið á staðnum um árabil. Það er nú N1 sem rekur Staðarskála og í nýja húsnæðinu verður líkt og í því eldra verslun, veitingastaður og bensínafgreiðsla.