Nýr ráðherra í heimsókn

Nýr ráðherra í heimsókn
Katrín Júlíusdóttir á Akureyri

Eins og fram hefur komið er fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar haldinn á Akureyri í dag. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra notaði tækifærið og heimsótti skrifstofu Ferðamálastofu.

Katrín heilsaði upp á starfsfólk og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á skrifstofunni. Þá var rætt um nýjan stjórnarsáttmála en þar koma ferðamálin verulega við sögu. Á myndinni hér að neðan er nýr ráðherra með starfsfólki. Talið frá vinstri:  Ólafur Aðalgeirsson rekstrarstjóri, Rannveig Guðmundsdóttir verkefnastjóri, Sveinn Rúnar Traustason umhverfisfulltrúi, Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Halldór Arinbjarnarson verkefnastjóri og Elías Bj. Gíslason forstöðumaður.


Athugasemdir