Fara í efni

Nýr landkynningarvefur - icelandtoday.is

Icelandt today
Icelandt today

Fyrirtækið Iceland Today sem meðal annars gefur út Reykjavík City Guide handbókina opnaði á vordögum nýjan vef á slóðinni www.icelandtoday.is.

Vefurinn er almennur kynningarvefur um Ísland en þó með nýju sniði og nýrri nálgun, segir í tilkynningu. Meginþemað á vefnum eru náttúruöflin Fire, Water, Earth og Ice en í raun má segja að öll ferðaþjónusta hér á landi byggi á þessum þáttum. Undir hverjum flokki má svo finna átta undirflokka sem hver og einn fjallar um ákveðin málefni sem honum tilheyra. Að auki er má á vefnum finna þessa hefðbundnu flokka s.s. Accommodation, Outdoors og See&Do.

Síðan er aðgengileg, skýr og greinarnar stuttar og skilmerkilegar en alls má nú þegar finna yfir 100 mismunandi greinar um hin ýmsu atriði sem ferðalangar geta fræðst og haft gaman af.
Síðan er því upplögð fyrir þá ferðaþjónustuaðila sem vilja vísa sínum gestum á fræðandi, skemmtilega og yfirgripsmikla síðu um afurðir og auðlindir Íslands. Allar nánar upplýsingar um síðuna má fá á icelandtoday@icelandtoday.is