Nýr ferða-, menningar- og markaðsfulltrúi Dalamanna

Nýr ferða-, menningar- og markaðsfulltrúi Dalamanna
ferdamalafulltruidala

Byggðaráð Dalabyggðar hefur ákveðið að ráði Capacent ráðninga að ráða Helgu Halldóru Ágústsdóttur sem ferða,- meningar- og markaðsfulltrúa fyrir Dalabyggð. Sex sóttu um starfið. Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Vesturlands næstu þrjú árin. Helga sagðist í samtali við Skessuhorn hlakka til að takast á við þetta viðamikla verkefni sem væri til þriggja ára í samstarfi við Vaxtarsamning Vesturlands og yrði vonandi ekki lagt niður þegar því samstarfi lyki.

Því má við þetta bæta að Helga hefur verið í forsvari fyrir Eiríksstaði í Haukadal og hefur séð um skipulagningu á hinnar árlegu Leifshátíðar sem yfrleitt er haldin aðra helgina í júlí árhvert. 

Frétt af www.skessuhorn.is


 


Athugasemdir