Fara í efni

Nýjar flugleiðir til Akureyrar og Egilsstaða kynntar í Kaupmannahöfn

Iceland Express
Iceland Express

Með nýrri sumaráætlun Iceland Express hefst beint flug milli Kaupmannahafnar og Akureyrar og Egilsstaða auk áframalds á beinu flugi milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Flogið verður tvisvar í viku frá hvorum stað fyrir sig. Frá Akureyri verður flogið á mánudögum og miðvikudögum og frá Egilsstöðum verður flogið á þriðjudögum og föstudögum.

?Þetta er mjög góð viðbót við framboðið frá norðurlöndunum og sérlega áhugavert fyrir ferðamenn sem vilja hefja för eða enda utan Reykjavíkur,? segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Ferðamálastofa og Iceland Express kynntu nýju flugleiðirnar fyrir söluaðilum  og fjölmiðlum í Danmörku og Svíþjóð á kynningarfundi í Bryggjuhúsinu í Kaupmannahöfn. Frá Norður- og Austurlandi voru samankomnir ferðaþjónustuaðilar til að hitta söluaðila á svæðinu. Boðið var uppá íslenskt góðgæti, framreitt af Friðrik V á Akureyri og leikin var íslensk tónlist af snillingunum í Guitar Islancio. Kynningin þótti takast vel. ?Það er mikið í húfi fyrir þessi svæði að vel takist til í sölustarfinu og það er líka ástæða til að hvetja fólk  á svæðunum til að nýta þennan nýja möguleika í beinu flugi frá landsbyggðinni,? segir Ársæll.