Nýir áfangastaðir hjá Iceand Express

Nýir áfangastaðir hjá Iceand Express
Iceland Express lógó

Iceland Express hefur tilkynnt um fjölgun áfangastaða næsta sumar. Mun félagið bjóða flug frá 14 borgum erlendis til Keflavíkur, auk þess sem flogið verður á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar.

Nýju staðirnir eru París, Ósló, Bergen, Basel í Sviss, Billund í Danmörku og Eindhoven í Hollandi. Flogið verður einu sinni til þrisvar í viku á þessa nýju áfangastaði. Þá mun Iceland Express líkt og í fyrarsumar fljúga til og frá Alicante, Berlín, Frankfurt Hahn, Friedrichshafen, Gautaborg, Kaupmannahöfn, London og Stokkhólmi.


Athugasemdir