Fara í efni

North Hunt fær 1,1 milljón evra í styrk

Rjúpnaveiði - Nort Hunt
Rjúpnaveiði - Nort Hunt

Skotveiðiverkefnið North Hunt hefur fengið styrk uppá 1.1 milljón evra úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu, þar sem rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Íslands, Skotlands og Kanada.

Íslenskir þátttakendur í North Hunt eru RHA- Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknarmiðstöð ferðamála og Umhverfisstofnun, jafnframt vinnur félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum náið með opinberu aðilunum að verkefninu. Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá RHA, er verkefnisstjóri North Hunt á Íslandi.

Vefsíða vergefnisins er www.north-hunt.org en meðfylgjandi mynd er fengin af vefnum.