Fara í efni

North Atlantic Forum - skráningu að ljúka

Hólar í Hjaltadal
Hólar í Hjaltadal

Enn er tækifæri til að skrá sig á alþjóðlegu ráðstefnuna North Atlantic Forum 2013 sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir um miðjan júní.

Fjölbreytt dagskrá

Dagskráin er fjölbreytt en ráðstefnan er haldin í samvinnu við fjölda samstarfsaðila, innlenda og erlenda, dagana 13.-15. júní.

Ferðaþjónusta í dreyfbýli

Fyrirlesarar koma víða að og meginumfjöllunarefnið er ferðaþjónusta í dreifbýli og þau viðfangsefni sem hún stendur frammi fyrir. Farið verður í skoðunarferðir um Skagafjörð og nágrenni, auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá á Hólum og víðar.

Hér er því kjörið tækifæri til að heyra um strauma og stefnur í ferðaþjónustu héðan og þaðan úr heiminum í bland við áhugaverð erindi frá íslenskum þátttakendum.

Dagskrá og upplýsingar

Allar upplýsingar um skipulag og dagskrá ráðstefnunnar er að finna á vef hennar www.naf2013.holar.is