Fara í efni

Norræn ráðstefna um rannsóknir í ferðamálum haldin á Akureyri

BorgirAK
BorgirAK

Næsta haust mun Ferðamálasetur Íslands bjóða til norrænnar ráðstefnu um rannsóknir um ferðamál og ferðaþjónustu. Um er ræða árlega ráðstefnu samtaka er nefnast "Nordic Symposium in tourism and Hospitality research" og verður þetta 14. ráðstefna samtakanna.

Síðasta ráðstefna "Nordic Symposium in Tourism and Hospitality Research" var haldin í Álaborg í Danmörku fyrir nokkru þar var tilkynnt að Ferðamálasetur Íslands stæði fyrir fjórtándu ráðstefnu samtakanna á Akureyri haustið 2005. Efni hennar verður:"Tourism resources nature - culture - society". Um er að ræða stóra alþjóðlega ráðstefnu þar sem kynntar eru rannsóknir í ferðamálum á Norðurlöndum. Er auglýst eftir handritum meðal rannsakenda og þeirra sem vinna að ferðamálum og þeim síðan boðið að flytja erindi í fjölmörgum málstofum sem verða á ráðstefnunni. Nánar verður sagt frá þessu er nær dregur.



Borgir, nýsköpunar- og rannsóknahús Háskólans
á Akureyri, en þar er Ferðamálasetur Íslands til húsa.

Ljósmynd af vef HA