Norðurljósin kynnt í London

Norðurljósin kynnt í London
Sigríður Gróa

Ferðamálastofa og Icelandair stóðu í vikunni fyrir móttöku í London til kynningar á sérstöðu Íslands þegar kemur að Norðurljósunum.  Viðburðurinn heppnaðist með miklum ágætum.

Móttakan var haldin í Texture, íslenskum veitingastað í miðborg London og þangað mættu um 70 söluaðilar á Íslandsferðum og blaðamenn. Nutu þeir íslenskra veitinga og hlustuðu á íslenska tónlist flutta af Lay Low. Þá fræddust þeir um leyndardóma norðurljósanna á Íslandi en Ari Trausti Guðmundsson flutti erindi skreytt norðurljósamyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Vakti það verðskuldaða athygli, að sögn Sigríðar Gróu Þórarinsdóttur, markaðsfulltrúa Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði. Myndirnar hér að neðan voru teknar við þetta tækifæri.


Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúa Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði, býður gesti velkomna og ræðir íslenska ferðaþjónustu.


Clair Horwood hjá Saltmarshpr, almannatengslafyrirtæki Ferðamálastofu í Bretlandi, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hjörvar Sæberg Högnason frá Icelandair.


Um 70 70 söluaðilar á Íslandsferðum og blaðamenn mættu á viðburðinn.


Lay Low leikur fyrir gesti.


Ari Trausti Guðmundsson fræðir viðstadda um norðurljósin.


Sigríður Gróa og Hjörvar ásamt Ian Woolgar hjá Scantours.


Sigríður Gróa og Ash van Wensveen hjá Activities Abroad.


Athugasemdir